Tölvunarfræðingur

May 21, 2007

Vá, 18 ár í skóla… búið, blendnar tilfinningar. En loksins tölvunarfræðingur Bé ess Sé , wikipedia: “B.S., B.Sc. or less commonly, S.B. or Sc.B. from the Latin Scientiæ Baccalaureus”.
Magnað dót, ekki búið að sýjast inn ennþá, gerir það kannski við útskrift.
Verðið að afsaka aulaform þessa pósts samt, er kominn með nóg af löngum velskrifuðum textum í bili 🙂

Advertisements

Fyrir allnokkru skrifaði ég póst um fegurð, bæði það sem ég kallaði mannlega fegurð, og svo almenn fegurð ( allt annað en manneskjur ).
Hef fundið nokkrar athyglisverðar greinar og eitt stykki fyrirlestur um málefnið eftir það.
Önnur greinin sem ég vísa í hér fyrir neðan er um að mannleg fegurð er að mjög litlu leiti afstæð og afhverju lögun líkamans skiptir svona miklu máli, þetta er ekki eitthvað implantað af tískubransanum og auglýsingaflóði, heldur genatískt og byggt á góðum þróunarlegum ástæðum. Í stuttu máli merkir góð lögun líkamans að viðkomandi sé heilbrigður og líklegt að hann geti borið og fætt heilbrigð börn.
Stundarglasa-lögunin sem karlmenn aðhyllast er mjög sterklega tengt hversu mikið af estrogenum viðkomandi kvennmaður hefur sem einnig bendir til mikillar frjósemi.
Yfirþyngd hefur vonda fylgikvilla svosem aukin möguleika á sykursýki og hinum ýmsu sjúkdómum sem inbyggða genakerfið er ekki mjög hrifið af.
Varðandi fyrirlesturinn sem segir frá í stuttu máli hvað ást er og til hvers hún er á mjög skemmtilegan hátt.
Talandi sem einstaklingur sem hefur orðið alvarlega ástfanginn, get ég staðfest að eiginlega allt sem Helen Fisher segir um ást í þessum fyrirlestri, átti algerlega við um mig þegar ég var þetta ástfangin. Maður verður gersamlega heltekin af einni manneskju, getur ekki hugsað um annað, getur auðveldlega hugsað sér að deyja og drepa fyrir viðkomandi, og vill gera allt til að gera viðkomandi hamingjusaman. Þetta er hlutur sem maður losnar ekki auðveldlega við. Ég hef síðan ég lenti í þessu mikið velt fyrir mér hversvegna í anskotanum þessi tilfinning er, því eins og góð og hún er í fyrstu, ef hún er ekki endurgoldin, veldur það verulegri óhamingju um langt skeið. Þessi tegund af ást er ofarlega á lista afhverju fólk drepur sjálft sig eða aðra í heiminum.
Eins og Helen bendir á þá er þróuninni nokk sama um hamingjustig, heldur er viðhald stofnsins (Mannkynsins í þessu tilfelli) það mikilvægasta. Hún telur að þessi tilfinning hafi þróast til að einstaklingar laðist það sterklega af hverjum öðrum að þeir geta alið upp barn saman, og verið saman (og þolað hvert annað)nægilega lengi til að það vaxi úr grasi.
Þetta hljómar mjög lógískt þó þetta sé mjög kalt og efnislegt. Hún kemur einnig inná hvað getur startað ást í garð annars, td. kynlíf, snerting, og að gera örvandi,æsandi eða skemmtilega hluti saman getur valdið því að einstaklingur verði ástfanginn af öðrum.
Ég mæli eindregið með því að áhugasamir horfi eða hlusti á þennan fyrirlestur (og reyndar fleiri Ted-talks fyrirlesta).

Stutt um ted-talks, Ted-talks er ráðstefna sem saman kemur mjög gáfað fólk úr öllum greinum og áttum og heldur 10-50 mín fyrirlestra. Þessir fyrirlestrar víkka sjónsvið manns ansi mikið.

http://tedblog.typepad.com/tedblog/2006/09/helen_fisher_on.html
http://www.telegraph.co.uk/news/main.jhtml?xml=/news/2007/01/10/nfigure10.xml

Já kominn tími á smá forritablog. Fyrst vildi ég minnast á útgáfu fyrstu betu af Peel (www.getpeel.com) sem snillingurinn Hjalti gerði fyrir mac os X. Forrit er ætlað til að einfalda notkun tónlistarblogga aka mp3 blogga til muna, og jafnvel opna þau fyrir þeim sem ekki hafað stundað skoðun á slíkum bloggum til þessa. Þetta þykir mér allt mjög athyglisvert því ég hef oft velt því fyrir mér hversu viable það er fyrir forritara á íslandi að gera eitthvað sjálfstætt forrit. Planið er að selja þetta fyrir 15$ og miðað við öll þau blog og læti sem hafa orðið vegna þessa forrits virðist stefna í það að þetta muni rokseljast. Það má til gamans geta að ég er vinna í windows útgáfu sama forrits svona í þeim tíma sem ég næ að stela úr öðrum víddum, þannig þetta er með öllu frábært.
Peel Screenie

Annað forrit sem ég má til með að minnast á er FeedReader fyrir windows. Þetta er snilldar rss reader og gerir internetið mun þægilegra í notkun. Nánast öll blog, fréttasíður og hinar ýmsu heimasíður með misreglulegum uppfærslum bjóða uppá rss feeds. Ég hef notast við svona feeds lengi, en í fremur litlu magni og ekki fundið nægilega gott forrit… þar til nú. Mjög auðvelt er að vera með tugi ef ekki hundruði rss feeda í þessu, og fá svo tilkynningar ef eitthvað nýtt kemur(eða ekki ef maður vill ekki sjálfkrafa uppfærslur). Þetta forrit er ókeypis með “engum strengjum” svo engin afsökun fyrir að prófa þetta amk ekki.

Upphafið að endalokunum

January 12, 2007

Gleðileg jól, og gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla og allt þetta.

Jæja nú er maður byrjaður á sinni síðustu önninni í Háskólanum í Reykjavík í bili í það minnsta. Verður skrítið að fara úr skólakerfinu þar sem maður hefur verið þar næstum í 20 ár, óvíkjanlegur partur af tilverunni frá því maður man eftir sér.
Reikna nú þó með því að fara í masters fyrr eða síðar en þó ekki fyrr en ég er handviss hvað ég vil. Held ég reyni samt að hugsa sem minnst lengra en þessa önn, erfitt að hugsa sér að yfirgefa skólann, þann skóla sem mér hefur liðið best í, skemmt mér mest og lært mest af öllum í hingað til.
Maður verður svo bara að græða fullt af péningum og kannské stofna fyrirtæki og græða meiri péninga, og finna einhverja til að deila því með.
Úff maður einhvernveginn hafði aldrei hugsað mikið lengra en skólaskóla en brátt lýkur því og maður verður hálf fimmtugur. Reyndar plana að kaupa mér mac pro þegar ég útskrifast … og fara í útskriftarferð, húrra.
Þarf nú að farað ákveða hvert samt til að fá far á skikkanlegu verði.

Susan úr Hogfather
Eitt svona annað óskillt öllu hinu sem ég sá um jólin og fannst pínu skrítið.. allar jólamyndir (including nightmare before christmas) sem ég sá eru utterly fókusaðar á jólasveina og að trúa blint og galið á hinn eina sanna jólasvein, og það sé mjög mikilvægt að trúa á hann. Fatta ekki alveg þessa áráttu, er verið að hjálpa foreldrum að plata krakkana sína, eða einhver svona dulin skilaboð um að trúa bara öllu sem þú ert ekki viss um.. “Ríkistjórnin gerir alltaf réttar ákvarðanir”, “Það er bara einn Guð og hans heilögu orð liggja í biblínunni”, “Always Coca cola” etc.
Besta jólamyndin sem ég um jólin þótti mér þó Terry Pratchets Hogfather, sem er sjónvarpsmynd í tveimur hlutum byggð á samnefndri bók, og er rúmlega 3 tímar. Þetta er mikil snilldar mynd fyrir þá sem fíla terry pratchett og/eða bara fantasy, skemmtilegir characterar góður húmor og já furðuleg á þann hátt sem terry pratchet einum er lagið.

Horfði einnig á Virgin suicides þótt fyrr hefði verið og fannst hún bara mjög góð. En ég var búinn að hlusta á soundtrackið ansi oft sem Air sjá einir um og er það bara einn öflugra að hlusta á eftir að ég loksins sá myndina

Held ég láti þetta nægja í bili …. off you go óprófarkalesna færsla

Ótrúlegt hvað þessi timi líður hratt, allt i einu eru 3 dagar til jóla, maður alltof lítið búinn að pæla í því, og ekki búinn að setja upp neitt jólaskraut, finnst svo eins og ég hafi, verið að kvarta yfir því að jólaskraut hafi komið alltof snemma upp i kringlunni og viðar. Ég hef þó hugsað soldið um jólin, trúnna og hvernig þessu er háttað. Einhverjir prestar eitthvað óhressir að fólk sé ekki að hugsa nóg um jesú og vini hans, en á norðulöndum var nú haldið uppá jólin, langt fyrir tíma kristnitöku, og það sem merkilegra er að við notum enn sama nafn. Það er engin kristssmessa, eða eitthvað álíka (eins og Christmas). Ég sé þvi engan veginn nokkuð að því að trúað kristið fólk sem ótrúað, eða fólk af öðrum trúarbrögðum, taki ekki þátt í þessari hátíð ljóss og kærleika á sínum forsendum.

Jólaskapið fína hef ég þó ekki fundið enn, og kannski ekki gert nóg í því að finna það, hvorki hlustað mikið á jólalög, og þessi snjór sem kom í dag var ekki mjög kurteis og virðist ætla að hverfa fyrir jólin.

Fjöldi jólabloggfærsla í þessum mánuði 445.302

Dear world rejoice my blog is back twice as black, three times the content

Ég er ekki mest hrifnastur af of mörgum svona “ég fór í kringluna færslum” en nú eftir svona langan downtime, er sannarlega kominn tími fyrir slíka. Ég hélt ég myndi aldrei sjá mitt ástkæra blog aftur, og var í þann veginn að skipta um blog þegar ég frétti að það var komið aftur upp. Ég vil því byrja á því að þakka myblog.is fyrir að fara niður fyrirvaralaust, senda engan póst í downtímanum sínum, svara engum fyrirspurnum og setja enga afsökunarbeiðni á forsíðuna eftir þessi ósköp. En jú þetta er jú frítt… fyrir utan þessar auglýsingar kannski og njósnakökur og eitthvað ( ekkert sem adblock lagar ekki með klikki til tveimur. Einnig fyrir að nýja uppsettning er utter rusl og allt í brotnum linkum.

Margt hefur á daga mína drifið síðastliðnar vikur, og fór bíókerfið sem ég á góðan þátt í að hanna og smíða í gagn í fyrst, regnboganum svo smárabíó og fleiri bíó í sjóndeildarhringnum, ekki slæmt sem fyrsta commercial verkefni :). Nú geta allir bara farið á netið og keypt sér miða í bíó, prentað hann út, sloppið biðraðir og hættu um að verði uppselt, bíóexperience version 2.0, svo ekki sé nefnt hversu svaðalega auðvelt og þægilegt kerfið er í notkun. (samviskan: donk donk, hættu nú að monta þig!)
Einnig eru prófin kominn og farinn, risaverkefni og þrotlaus vinna í skólanum komið og farið, nokkrar vísindaferðir, hlöðuball, eignaðist bíl (Nissan almera- compact) , Glæpamenn í framboð… afsakið dæmdir og opinberir glæpamenn (slatti laumu náttúrulega), Wii Launchað og neverwinter nights 2 kominn út, átti afmæli og byrjaði í síðasta verkefninu í skólanum svo við nefnum fáa hluti.
Verkefni þetta er mjög skemmtilegt og öðruvísi að því leiti að um 40 manns í námskeiðinu eru allir að vinna saman að einu verkefni, Fjölspilunarleikjaserverogleikjum fyrir Matador og Verbréfaspilið (með options fyrir fleiri). Vonandi verður hægt að spila eitthvað í lok námskeið á netinu og gæti verið gaman að spila þessi klassísku spil við vini og vandamenn gegnum netið.

Ég er í grafík/user-interface-hópnum og er hópstjóri með Svani, trúi engu öðru en að þetta verði ofurstuð og það komi eitthvað yndislega fallegt útúr þessu öllu saman, og leikjafyrirtækin munu bíða í röðum eftir að fá þá til starfa sem tóku þátt í þessu ofurverkefni… ok kannski ekki alveg en svona góður grunnur.

Finar einkunnir og fínt gengi í bíóinu, útréttingar fjölda nafnspjalda í vísindaferðum eru að stíga mér til höfuðs, verð svona pínu að halda mér á mottunni til að springa bara ekki úr einhverju monti og vitleysu, en það má með sanni segja að ég er ekki hinn leiðasti þessa dagana og eina sem böggar mig núna að það er mæting á morgnana kl 8, í þessari viku og næstu 2, eins og margir kannski vita er ég ekki beint þessi hressa morgunmanneskja sem vaknar eldhress á slæginu 6 og fer út í morgunleikfimina, no siree, finnst betra að lúra svona allavega til hálf níu helst síðar.
Ekki það að það væri best að þurfa ekki að sofa (myndi samt vilja geta gert það kannski svona 10 tíma um helgar eða svo.

Ahh jæja nóg raus í bili, margir hlutir í heimspekilegri kanntinum sem mig ég á eftir að rausa um á næstunni, so stay tuned. Og bara muna, tortíma snjó og jólaskrauti þar til 20. des (má versla jólagjafir fyrr)

Nýtt og ferskara…

December 10, 2006

Vegna óþolandi vandræða hjá myblog.is hef ég ákveðið að færa mig um set, og við fyrstu sýn, virðist allt hér looka mun betur, vera kláraðra og vonandi ekki eins mikið vesen.
Ég sendi svo nýjasta bloggið mitt frá myblog, hingað þar sem commentadraslið virkaði ekki eftir að síðan kom upp aftur.